ókei, byrjum á byrjuninni. Er bíllinn sjálfskiptur eða beinskiptur? Ef hann er sjálfskiptur þá erum við að tala um hálfa milljón í viðbót ofan á turbokittið.
Það er meira en að segja það að skella turbo í bíl, kostar bæði pening og vinnu. Ef þú vilt gera þetta alvöru og eiga sem minnsta hættu á að stúta mótornum þarftu að styrkja hann líka. Það þýðir mjög mikið af vélartengdum hlutum skipt út. Nýjir pistons, ventlar, hugsanlega þjöppuhlutfall og allskonar vitleysa. Svo er það túrbínan, intercoolerinn, hosurnar, og allur andskotinn sem fylgir turbokittinnu. Svo þarf að remappa tölvuna fyrir þetta allt saman til að vélin þoli þetta og fari ekki að fuel cutta. Þetta er svona hálf milljon+ og svo er það ný sjálfskipting sem er önnur hálf miljón.
Þú ert að horfa á pakka sem er 1-1.3 millur ef þú ætlar að gera þetta alvöru.
Mín ráðlegging, settu þennan pening sem þú ætlar að setja í turbo til hliðar, seldu IS 200 bílinn þinn og keyptu þér IS300 bílinn sem er til sölu eða var til sölu, hann er með turbokitti og styrktan mótor, styrkta sjálfskiptingu og allan fjandann.