Ef þú ert að spá í að tengja ljós í skottinu, þá er náttúrulega auðveldast, að fá rafmagn úr stöðuljósunum að aftan. Kosturinn er að allar lagnir eru til staðar, öryggi og rofar. Gallinn er auðvitað, að þú þarft að hafa kveikt á stöðuljósunum, til að kveikja auka ljósin.
Varðandi neonljós undir bílnum, þá já geta skoðunarstöðvar gert athugasemdir við þau. En ef að þú ert skynsamur, og hefur sér rofa á þeim, og passar að hafa aldrei kveikt á þeim, nema þegar bílnum er lagt, þá færðu nú oftast að hafa þau í friði.
Neonljós er örugglega hægt að fá í bílabúðum, eins og bílanaust og fl, en það eru örugglega aðrir fróðari um það hér inni.
Kveðja habe.