ég veit að ég er að spyrrja mjög snemma en ég er svo forvitin og spennt manneskja að ég varð að spyrrja núna .
málið er það að næsta sumar (sagði snemmt) þá er ég að fara að kaupa '92 opel astra station af móður minni .
mig langar að breyta honum smá og vil helst vita sem first hvað það gæti kostað .
ég ætla að byrja á vélinni , ég er ekkert búinn að lesa um hana eða skoðað hana þannig þetta er smá gróft , en ég og vinur minn vorum að spjalla aðeins um þetta og vorum komnir með nokkuð gott plan og mig langaði að vita hvort það væri gott eða ekki .
það er þannig , að bíllinn er kannski svona 70 hö. ekki mikið meira eða mikið minna , ég ætla að nýta næsta tækifæri og fá að skoða hana aðeins með frænda mínum sem hefur mikið vit á þessu .
svo ætla ég að byrja á því að breyta vélinni með því að kaupa og seta í hana tölvukubb (endilega fræðið mig aðeins um tölvukubbinn) sem ætti að skila frá sér kannski ?? hö. fyrir sirka 50.000 kr.
svo er það að kaupa og seta í vélina nýja og betri loftsíu fyrir 5.000-10.000 sem skilar 10-15 hö. í viðbót ?
ný olíusía fyrir ca 15.000 sem skilar 20 hö. ?
og svo ætla ég að athuga hvort ég fæ ódýrt turbo kit hálft bar í vöku .. vinur minn sem hefur lengi unnið þar og verslað mikið þar sagði að það væri möguleiki að finna hálfs bars túrbó kit þarna fyrir 20.000-30.000 í mestalagi sem ætti að skila frá sér mestalagi 40 hö. en minnst ca 25 hö. og svo ætla ég að þrífa vélina eins vel og ég get svo hún verði hressari.
svo fer ég í soundið og eftir það í útlit en ég ætla að byrja næsta sumar á vélinni , komið með tilögur hvernig ég get fengið mikið af auka hestöflun án þess að eyða miklu meira en 150.000 kalli
og hvernig er þetta plan sem ég og vinur minn komum með ? er það útí hött eða er til í því ?