ok! núna þarf aðeins að leiðrétta misskilning. Á háum hraða sýnir mælir HÆRRI hraða en raunhraða, getur tekið 10-20kmh af þeim hraða sem mælirinn sýnir þegar þú ert kominn á svona mikinn hraða í 5. gír. Það er ekki raunhæft að mæla upptakshraða með skeiðklukku, og svo helvíti langt frá þvi að það er ekki einu sinni fyndið ;) ef þú ert að eyða í bílinn þá er ÁG að selja I-D tölvu, þú getur fengið Bjarna DLS til að setja hann í, þar færðu út hestöfl á vél, upptak og allan djöfulinn sem fólk er að efast með, og ef þú færð þessar upptakstölur eins og þú hefur verið að tala um þá geturu feisað alla hérna inni ;) þrátt fyrir að ég stórefa að þú sért að fara undir 7 í 100kmh.
svo annað…
qoute:
Bebecar, þetta gæti nú alveg passað hjá honum. Eins og hann sagði þá voru 4 í bílnum þegar hann spyrnti og fullur bíl af fólki Dregur heldur betur úr snerpunni. =)
/quote
Það passar, félagi minn átti VTi á sama tíma og ég átti VTi, þeir voru svipað keyrðir og við svona ólíka góðir/lélegir ökumenn. Hann var einn í bílnum en ég var með tvo farþega sem voru í allt 120kg í plús, það kemur ekkert á óvart að hann whooopaði mig! Bíllinn er innan við 1100kg ef mig minnir rétt, og ekkert afskaplega há hestatala, það er ekki nema von ;) Þetta minnir mig að vinur minn var einu sinni að vinna í Bílheimum, þeir fengu einherja uber-corsu inn, hann prófaði einn og átti ekki til orð með þetta roknaafl í bílnum, svo tók hann aðra félaga sína með, og bíllinn hreyfðist varla :)
PS bláa mæla?? jæja…. :p