Kunningi minn segist hafa séð einn svartan á Akureyri með hörðum toppi (þ.e RT/10 með hörðum removable top) og annar kunningi minn segist hafa séð einn að mig minnir vínrauðan með hvítum röndum yfir.
Ég veit bara um tvo. Þeir voru báðir rauðir í eigu tveggja einstaklinga (annar var í eigu Bónbræðra) en svo keyptu þeir hinn sem varð svo gulur í þeirra eigu. Þeir seldu þann gula fyrst svo þennan rauða. Guli fór á Akureyri en rauði er á Kjalarnesi. Svo hef ég heyrt sögur um að það séu ViperAR á Selfossi. Takið eftir VIPER“AR”. Ég hef aldrei séð Viper þar en ef einhver hefur séð einn þá let me know :)
Ég hef heyrt að þeir komu illa farnir inn. Mig minnir já að þessi sem er gulur núna hafi farið á vegg eða vegrið, man ekki hvort (sá hann um daginn, phew, húddið vinkaði mér). Þessi rauði er þó skárri. hann fór í minni klessu en var að ég held skráður tjónabíll eða ónýtur í USA. Sama á við um gula.
Mér var sagt að það væri sá þriðji sem sást á Bíladögum á Ak. í fyrra. Sá á víst að vera silfraður. Ég hafði aldrei heyrt um hann fyrr en núna nýlega. Einhver sem getur staðfest það?
Ef þið komist í þá stöðu að skoða bílana þá sjáið þið að þeir eru frekar skakkir að framan. Augljósar skekkjur á rauða: bilið milli húdds og framstuðara við dekk er vel rúmlega 10-15mm en á að vera að ég held 3-5mm (ekki viss með töluna). Á gula er það húddið: milli ljósa er það bilið milli húdds og stuðara. Hægra megin (farþega megin) er bilið mjög gleytt en bilið er lítið sem ekkert vinstra megin (bílstjóra megin). Mér fannst þetta skelfing þegar ég sá bílinn um daginn þegar hann var í Rvk. Það eru kannski einhver fleiri atriði sem eru augljós, einhver séð fleiri?
Þetta er það sem ég veit og hef heyrt. Sumt að þessu er kannski ekki rétt því það er bara það sem ég hef heyrt. En ég hef séð þessar skekkjur á bílunum svo ég held að ég sé ekki að ýkja þetta.
P.S Viper kemur alltaf með 8.0L (488) V10 vél og þeir eru báðir hérna með þá vél. Af hverju að segja að það sé 5.0L vél í einhverjum? Don´t get it.
Þetta er undirskrift