Ég er að velta dálitlu fyrir mér. Svo er mál með vexti að fyrirtæki nokkuð lætur breyta einhverjum fyrirtækisbílum með því móti að ekki er hægt að stíga bensíngjöfina nema að litlum hluta niður.

Að mínu mati er þetta stórhættuleg breyting en ég er að velta fyrir mér hvort:
A) Þetta sé lögleg breyting
B) í framhaldi af því þá hvort bílarnir standist skoðun
C) allt annað eins og ábyrgð ökumanns sem keyrir svona bíl og réttarstaða fyrirtækis og bílstjóra ef tjón eða slys gerast vegna þessa búnaðar.
<br><br>- Ég er ekki með bíladellu, ég er bílgæðingur :)