Stórt paste:
Hvers vegna eru nýir bílar búnir alls konar ,,öryggisbúnaði“ svo sem sjálfstrekkjandi bílbeltum, höggdeyfandi stuðurum, styrktarbitum í hliðum, öryggisloftpúðum (allt upp í 6 stk. í sumum) o.s.frv.? Hvers vegna eru dauðsföll vegna árekstra bíla ekki færri nú á hvern ekinn km en þau voru fyrir 40 árum þegar enginn öryggisbúnaður var í bílum? Svarið er einfalt: Þeir bílar sem framleiddir eru núna eru svo veikbyggðir og lélegir að þeir veita litla sem enga vernd án alls konar sérhæfðs búnaðar.
Þessi þróun hófst upp úr áramótunum 1977 þegar settar voru strangari reglur um mengunarvarnir í Bandaríkjunum og sérstaklega strangar í Kaliforníu. Í kjölfar þeirra reglna neyddust bílaframleiðendur, ekki einungis bandarískir heldur allir sem einhverju máli skiptu - því allir þurtftu þeir á bandaríska markaðnum að halda, að létta bíla sína verulega til að minnka eyðslu þeirra þar sem mengunarstaðlar tiltóku ákveðið hámark mengunarefna í afgasi miðað við ekna vegalengd fyrir stærstan hluta bíla af minni og miðlungsstærð. Stærri bílar voru skattlagðir sérstaklega vegna mengunar (Gas guzzler tax).
Loftpúðarnir, sem nú eru fyrir framan bílstjóra og farþega í framsæti flestra nýrra bíla (en þeir blásast sjálfvirkt upp við árekstur/högg) eru ekki hafðir í bílunum til að auka öryggi þeirra heldur til þess að veikbyggður bíll standist ákveðnar kröfur sem gerðar eru um slysavörn þeirra sem í honum eru. Í raun og veru þýðir þetta að þeir bílar sem bjóða mestan öryggisbúnað eru um leið þeir sem eru efnisrýrastir. Prófun á öryggisbúnaði styðst við ákveðna staðla, bílarnir eru árekstrarprófaðir samkvæmt ákveðnum forskriftum. Það er ekkert víst að nákvæmlega þær forskriftir séu til staðar þegar þinn bíll lendir í árekstri. Öryggið er því sýnt en ekki gefið, jafnvel getur þessi búnaður skapað falska öryggiskennd og þannig beinlínis orsakað meiri slysahættu.
Mergurinn málsins er sá að nýir bílar nútildags eru langt frá því að vera jafn öruggir og bílar voru fyrr á árum þegar þeir voru þungir, sterkir og efnismiklir. Samlíking við flugvélar er út í bláinn því þótt létt flugvél geti verið sterk gagnvart kröftum, sem verka á hana á flugi, veitir hún litla sem enga vernd gegn höggi við hrap. Flugvélar eru ekki hannaðar til þess að hrapa. Bílar eru ekki hannaðir til þess að rekast á aðra bíla. Hvort tveggja er þó staðreynd. Með öryggisbúnaði hefur tekist að draga úr mengun. Kostnað mætti mæla í mannslífum og afleiðingum umferðarslysa. Öryggisbúnaður auðveldar söluna. Farartækin eru hættulegri en áður - ekki öruggari. Lykillinn að fækkun dauðaslysa í umferðinni er ekki aukinn öryggisbúnaður heldur bætt umferðarmenning. Fyrsta skrefið í bættri umferðarmenningu væri að sannfæra fólk um að það aki um á hættulegri bílum en áður - ekki öruggari bílum.
heimild: Vefsíða Leós<br><br><img src=”
http://www.galeon.com/cexroom/imagenes/Bajocama/chica%20sombra.gif">
(STYÐ JAFNRÉTTI SKO) </B