Það er ágætt að setja hann í gang og leyfa honum að hitna 1-2x í mánuði. Ég mæli líka sterklega með því að aftengja geymi meðan bíllinn er ekki í notkun. Smá útleiðsla getur tæmt og eyðilagt geyminn.
Ef þú tekur númerin af bílnum ferð þú niðrí Aðalskoðun eða Frumherja og biður þá um að geyma númerin. Kostar um 3500 kall ef ég man rétt í geymslugjald. Fyrir vikið borgaru engar tryggingar eða neitt af bílnum á meðan. Svo getur þú náð í númerin þegar þú villt.
Þar sem bíllinn verður úti í vetur myndi ég gera eftirfarandi minnst á 2 vikna fresti: Starta bílnum. Leyfa mótornum að snúast svo hann styrðni ekki. -Leyfa bílnum að ganga smá og hitna. -Setja bílinn í gírana til að halda liðleika. Ef hann er sjálfskiptur er gott að hleypa smá lífi í Ssk. olíuna með því að taka úr P og niður í 2. gír eða L. -Taka af stað og ef þú mögulega getur hreyft bílinn aðeins úr stað allaveganna mánaðarlega. Það lengir endingu hjólalega um helling og kemur í veg fyrir að bremsur festist. -Ekki nota handbremsu, nema setja á, taka af. Ekki geyma bílinn með handbremsuna á í lengri tíma.
Mundu að taka pólana af geyminum svo að hann botnfalli ekki. Hann geymist best í upphituðu húsnæði. Passaðu að hann tæmist ekki.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..