Þyrftir örugglega að láta búa þetta til fyrir þig. Ég var bara að finna fyrir IS300, þ.e. 2JZ-GE vélina. Þar sem ég held að IS200 sé ekki með þessa goðsögn í húddinu á sér þá ætti það ekki að passa á milli, en hver veit…
ég hef samt einhverja trú um að það sé nokkurnveginn sama layout í báðum vélunum. En er ekki húddið á Lexus bílunum allt út í plasthlífum?? Ekkert voða spennandi að sjá við fyrstu sýn…
Short Ram inntak frá AEM, þá er sveppasían ofarlega í húddinu, en ekki niðri í stuðara. Ég er með svona í mínum bíl, reyndar frá öðrum framleiðanda en er voða hrifinn.
Það er alveg rosalega auðvelt að setja svona short ram inntök í bíl, maður er kannski 10-15 mínútur að setja saman og ganga frá.
Svo ef þú ert bara að tala um venjulega síu í orginal boxið, þá geturu bara fengið það hérna, eða keypt það hjá Bílabúð Benna, þó svo að það sé pottþétt ódýrara að panta að utan.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..