OK, ég var að fá síðbúið evo #40 og þar var CD-ROM diskur með m.a. vídeóum frá Evo Car Of The Year 2001.
Það er bókað mál að ég hef ekki heyrt magnaðra hljóð í götubíl en í Lamborghini Murcielago, ég er seldur á V-12 vélar í ofursporturum! Þvílikt hljóð, þvílíkt slæd!
Pagani Zonda C12S er kannski magnaðasti ofurbíll í framleiðslu í dag en útlit og hljóðið frá Lambo Murkylingo gerir hann peninganna virði. Ég vildi að ég væri ríkur til að eiga svona leikföng.
Ef þið sjáið einhvern niðri á McDonalds að éta stórstjörnumáltið og shake inní Lambo með vængjahurðina uppí loftið þá fékk ég STÓRA vinninginn…<br><br>- Ég er ekki með bíladellu, ég er bílgæðingur :)