Þetta er greinilega viðkvæmara mál fyrir þér en mér. Ég horfi á þetta sem rökræður frekar en rifrildi. Varðandi sjúkraflutningamennina og lögreglumennina eru þetta þeirra störf og þýðir lítið fyrir þá að ætlast til að eiga frelsi frá svona löguðu. Það tekur ábyggilega álíka mikið á að koma á slysstað flugslyss, ef ekki meira, þó svo að það hafi engum verið að kenna. Lögreglan þarf einnig að tilkynna ættingjum um þannig slys.
Eins og skoðun mín á reykingabanninu. Aðal rökfærsla yfirvalda eða þeirra sem lögðu inn tillöguna var sú að óbeinar reykingar skaði fólk og starfsmenn staðanna. Ókei, í fyrsta lagi, fólkið sem sótti staði og kaffihús sem leyfðu reykingar vissu alveg að reykt væri inn á staðnum, og fólkið sem sótti um vinnu á þessum stöðum vissi það einnig. Það var hins vegar þeirra val að sækja þessa staði þrátt fyrir það, og ef ekki, gat það fundið sér aðra staði sem hentuðu betur, eins og t.d. Kaffi hljómalind.
En þú getur ekki menntað þig eða unnið við einhverja starfsgrein og heimtað svo eftir á að eiga frelsi frá einhverjum hluta sem tilheyrir þeirri starfsgrein. Þá geturu alveg eins fundið þér eitthvað annað að gera.
Ég er engan veginn að vera með eitthvað diss eða leiðindi í þinn garð eða annarra. Ég er bara að segja að fólkið sem skráði sig í lögregluna og sjúkraflutningana vissi fullkomlega að þetta væri átakanlegt starf.
Bætt við 21. ágúst 2008 - 17:25
Og bara svo enginn misskilji neitt, er ég ekki mikill aðdáandi eiturlyfja á neinn hátt. En ég get ekki séð að það skaði mig neitt að einhver annar sé að nota þau.