Sagan segir að guli Viperinn hafi verið rauður og verið fluttur inn af bónbræðrum í Keflavík, hann hafi verið allur í steik meðal annars grindarskakkur og grindin í honum er úr sérstyrktu stáli sem ekki megi rétta heldur verði að skipta um en þeir réttu hana samt!!! Á fyrstu sportbílasýningunni ´97 voru sýndir tveir Viperar, báðir rauðir, annar var nokkuð góður en hinn var skelfilegur. Það var mismunandi bil á húddinu hægra og vinstra megin og önnur hurðin var eitthvað skrítin ef ég man rétt og það var eitthvað meira sem var að man það bara ekki (langt síðan) Ég hef grun um að þetta sé guli Viperinn. ég held að hinn hafi líka komið tjónaður til landsins!!