Ég er í smá veseni með lakkið á þakinu á dollunni minni því það eru að brjótast fram riðblettir á víð og dreyf :/
Ég tími ekki að kaupa sprautun á þetta því ég held það kosti allt of mikið (er það ekki annars?) svo mig langaði að vita hvort hér væru einhverjir snillingar sem gætu gefið mér góð ráð um hvernig ég á að fara að því að pússa riðið og bletta yfir það? Ég er svo mikill viðvaningur að ég er hræddur um að skemma þetta annars hehe. Ég á smávegis af lakki í sama lit en er einhver staður með mikið úrval af litum þar sem ég get fengið lakk? Það stendur BT3 utaná lakkdollunni, getur það ekki verið númerið á litnum? Veit einhver hvar ég fæ svoleiðis?
Og að lokum, er einhver sem kannast við það að það sé ekki gott að leggja bíl undir Aspartré :S?