Ég leigði bíl hjá Europcar í danmörku og eyddi 2 vikum í að keyra um Evrópu, einn daginn vildi svo “skemmtilega” til að það sprakk dekk hjá mér í svetinni í þýskalandi langt frá öllu seint um kvöld. Þá sé ég að það er ekkert aukadekk í bílnum!!! Sem leiddi þá til þess að ég þurfti að labba fleiri km til næsta bæjar og þetta var allt meiri háttar vesen. Ég hefði haldið að það stæði í lögum að í hverjum bíl ætti að vera aukadekk, það var nákvæmlega það sem ég ætla að spyrja ykkur bílaáhuga fólkið að?
Veit einhver hvort ég geti lesið þetta einhverstaðar á netinu? Er búin að leyta án árangurs.
kv. Cookie ;)