Ég er með frekar gamlan bíl sem er farinn að riðga hér og þar. Ekkert stórvægilegt en þið vitið hvernig þetta er með þessa japönsku þegar þeir eldast ;)
Allavega, þá er riðið að koma “innanfrá” í flestum tilfellum. Þá bólgnar lakkið svona upp.
Spurningin er, hvernig er best að laga þetta? Hvernig á ég að pússa þetta?
Ss. hvernig á ég að bera mig að í undirvinnunni??
Svo sá ég að hægt er að fá bílamálningu í brúsa hérna, sérblandaða. Er nóg svo bara að sprauta því beint á þegar maður er búinn að pússa?
Síðasta spurningin er: hvort þið getið líka sagt mér hvernig ég á að ráða við svona litlar “hvítar” doppur í lakkinu. Hvort það þurfi að pússa það eitthvað til?
Google er náðargáfa sem yfirvaldið hefur aðeins gefið útvöldum!