Datt í hug að skrifa umferðaróhöpp og bílavesen mín síðustu 2 daga, meðan tengda fjölskyldan grætur inní stofu….
Óheppnissaga mín byrjaði á miðvikudaginn þegar ég skrifaði hérna um slys sem ég lenti í á Nýbýlaveginum er eldri maður sá ekki tilgang að virða ljósin. Nema hvað að ég sagði að bebecar að ég hefði verið brjálaður bílstjóri eitt sinn en væri að taka mig á, síðan hefur allt gengið hörmulega.
Þar sem Toyotan mín er klesst fékk ég Almeru sem mamma á til að fara í jarðarför
fyrir austan. . Við lögðum af stað frá Reykjavík til Akureyrar seint í gær. Á ljósum á móts við Grafarholtið keyrir Trooper aftan á okkur, Almeran skemmdist ekki mjög mikið en þetta er hatchback og afturglugginn brotnaði.
Jæja, ég fór til pabba og grenjaði út Galant 91 2,0l sem hann á. Allt gekk vel þar til við vorum að nálgast Holtavörðuheiðina, þar var banaslys, ca um 8-hálfníu. Jeppi ók framan á flutningabíl og það var soldil hálka. Það var mjög óþægilegt að koma svona að dauðaslysi. Stuttu seinna mæti ég Pajero Sport jeppa, á blindhæð sem sá mig sennilega ekki og ég þurfti að skella mér útí mölina, sem betur fer gat ég nýtt mér “hæfileika” mina til að afstýra útafakstri. Þess má geta að bíllinn er á low profile, 16” álf.. Keyrði því enn varlegar á leiðinni, komumst til Akureyrar, heil á húfi, og var þar í nótt.
Í hádeginu fórum við svo frá Akureyri austur , nema hvað að Galantinn neitaði að fara í gang, fór semsagt startarinn. Það var lagað í snatri, takk Höldur. Þegar taka átti bensín opnast ekki lokið, þurfti að spenna það upp. Á leiðinni austur á Krummaskuð núna áðan, keyrir kærastan og rennur ofurnett á skilti við Mývatn og skekkti svuntuna. (kvenleg mistök) Kemst alveg heill á staðinn og lána frænda bílinn, hann lagði svo Galantinum í smá brekku, setti sennilega ekki í handbremsu og rann hann smá spöl áfram á Vélaverkstæði Steinars og sambyggt frystihús, og lendir á húsinu, skemmdist þó lygilega lítið, varla neitt.
Ég hef haft prófið í 3 ár, Aldrei lent í neinu fyrr en í vikunni, nema einum útaf akstri þó ég ók einsog brjálaður maður fyrstu árin. Við meiddumst ekkert, nema hausinn á mér þegar ég skallaði rúðuna.
Síðan í fyrradag hafa Toyotan mín, Almera og Galant skemmst í minni vörslu.(alltaf í re´tti nema með fj. Skiltið) Þetta er orðið mjög óþægileg og lygilegt. Kem svo aftur suður á sunnudag og þori ekki að keyra til baka. Soldil óheppni ekki satt?