Ég byrja bara á því að segja að ég er ekki maður með mikið vit á bílum. Hvað þá græjum til að setja í bíla.
En ég er að leita eftir smá “input” með hvar ég ætti að kaupa svona bassa box.
Tel mig vera með ágætis spilara og hátalara í bílnum mínum. En mundi vilja fá aðeins þyngri hljóm þegar ég spila D&B í bílnum.
Vill nú ekki fylla skotið mitt með einu bassa boxi og ætla ekki að fara útí eitthvað brjálað. það sem ég er að sækjast eftir er að það fari lítið fyrir boxinu. Vill geta haldið áfram að nota skotið mitt :)
Sá auglýst á www.sm.is svona bassatúbu. Leist vel á hana. En ef ég kaupi svoleiðis þarf ég þá ekki að kaupa líka magnara ?
Er hægt að fá svona bassatúbur hérlendis sem eru með innbygðum magnara í sér. þannig að ég þarf bara að stinga þeim í samband við græjurnar og rafmagn.
Er kannski önnur leið fyrir mig að leysa þetta ?