Það er nú ekki mjög lífleg umræðan í tjúnkubbnum þessa dagana, eru greinarnar svona svaka góðar að allir vita núna allt um viðkomandi hluti :) Það væri gaman að vita hvað menn vilja að sé fjallað um þarna, ef einhverja langar að fjallað sé um e-ð ákveðið efni. Endilega spyrja spurninga og gagnrýna, það er gott fyrir alla!
það vantar grein um tjún-hluti sko , þá er ég að meina hvaða hlutir gefa mörg hesta (frá/til u,þ,b) og hvaða vörumerki er með bestu og hvaða vörumerki eru ekki góð og svona… hjálpa litlu mönnunum…
annars líkar mér við hugmyndina með að gera náttúrulega tjún(natural tune) .. eins og skipta um gamla vélahluti í nýja :) sem gefa örfá hestöfl af verksmiðju hestöflum til baka , annars fer eftir hversur gamlir hlutir eru og hversu illa farnir.. (ég er byrjaður að bulla svo ég loka póstinum)<br><br><img src="http://www.galeon.com/cexroom/imagenes/Bajocama/chica%20sombra.gif"> <B> 99% löglegt.. víst (STYÐ JAFNRÉTTI SKO) </B
góð atriði öll en ég held að þegar kemur að vörumerkjum hafi fáir nógu víðtæka reynslu.
Ég veit hvert ég leitaði eftir þannig vitneskju þegar ég pældi í þessu (ekki Max Power!) en það skiptir máli hvaða bílgerð er verið að tjúna.<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Viljið þið frekar fá greinar sem fjalla meira almennt um efnið? Ef svo er þá er það lítið mál, kannski að líflegri umræða skapist þá um málið? eða hvað finnst ykkur?
Ég gæti svo skotið þessum “big boys” greinum inn á milli..?<br><br>“Facts are stubborn things”
Einhver kallaði þetta torf. Ég get tekið undir það að vissu marki en á endanum er ég mjög ánægður með þessa grein. Hún er fróðleg því ég kann einhverjar þumalputtareglur en þarna er farið í grunninn, það sem allt er byggt á.
Ég er viss um að grein sem fylgir á hæla Z-Factor verður enn meira áhugaverð því vélar eru áhugaverðir hlutir og mig langar til að þekkja þær út og inn (en ekki sóða út á mér krumlurnar ;)
Haltu áfram þínu striki Gulag (segi ég) enda var grein gdawg prýðileg á sínu sviði, en munuirinn er sá að ég held ég hafi verið búinn að læra þetta (hún hefur samt örugglega svarað spurningum margra) ólíkt því sem var í greininni þinni, Gulag.<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Auðvitað er ástæðan sú að greinarnar hafi verið það vel skrifaðar að þær hafi sjálfkrafa svarað öllum spurningum sem upp komu við lestur þeirra ;)
En svona án gríns þá er nú ekki einu sinni liðin vika frá því að við settum Tjúnkubbinn (aka Undir húddinu) í gang þannig að ég spái því að þetta eigi allt eftir að koma til eftir því sem fleiri greinar komi inn.
Td næsti kafli á eftir Z-factornum sem átti að fjalla um loftflæði, ekki satt Gulag.
Nú ef einhverjir fleiri hafa áhuga á því að láta ljós sitt skína í þessum málaflokki þá er bara að setja saman grein og smella svo skilaboðum á einhvern af okkur adminunum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..