Tekið að mbl.is
—————————————-
Blað verður brotið í sögu auglýsinga á Íslandi í dag þegar þota Flugleiða, Leifur Eiríksson, hefur sig til flugs frá Keflavík með fyrstu auglýsinguna sem sem sett er utan á flugvél í áætlunarflugi. Það er Toyota sem auglýsir nýja Corolla bifreið í fullri stærð á skrokki flugvélarinnar.
Það er Íslenska auglýsingastofan sem hannaði auglýsinguna á þotu Flugleiða og fulltrúar auglýsingastofunnar og Merkingar voru langt fram á nótt að koma auglýsingunni fyrir á vélinni. Auglýsingin átti að vera farin í loftið, í orðsins fyllstu merkingu, fyrir nokkrum dögum, en vegna óveðurs hafa orðið tafir á flugi og ekki gefist færi á að taka þotuna í hús til að merkja hana.
Forsvarsmenn Íslensku auglýsingastofunnar hafa lengi haft augastað á flugvélum fyrir auglýsingar og búast má við að nýja Corolla auglýsingin eigi eftir að vekja mikla athygli. Þotan, Leifur Eiríksson, fer til Kaupmannahafnar kl. 14.00 í dag og þarlendir fjölmiðlar munu taka á móti vélinni.
—————————————-
Athyglisvert framtak en spurning með árangur af svona auglýsingum nema að Flugleiðir taki upp á því að senda þoturnar sínar reglulega í lágflugi yfir höfuðborgarsvæðið ;)