Bílasalar tala niður til allra… ekki bara kvenfólks..
hvern kannast ekki við að koma á bílasölu, bíða heillengi eftir að sölumanni detti í hug að horfa á þig og spurja “get ég eitthvað hjálpað þér?” (ræfillinn þinn) liggur í augunum,,,
Þú biður manninn að finna handa þér bíl á 700þ staðgreitt, 4 cyl, beinskiptan eru einu kröfurnar, hann fær símanúmerið þitt, segist hringja en gerir það aldrei…
Ég var um daginn að finna bíl handa aðila sem ég þekki, var með ca 500þ kall í vasanum, það voru viss atriði sem bíllinn þurfti að uppfylla, ekki ykja mörg, ég þræddi held ég allar sölur Reykjavíkur, allir lofuðu að finna handa mér bíl, enginn hringdi.. NOTA BENE ENGINN !!!! ég fann gullfallegan bíl á Aðalbílasölunni og spurði hvort hann fengist á minnir mig 520 á borðið.. salinn sagði bara þvert nei.. ekki að ræða það, ég spurði hvort hann vildi ekki í það minnsta hringja í eigandann og spurja,, Nei,, var svarið, ok, hugsaði ég, fór á litlu Bílasöluna, þar var sami bíll skráður, bað sölumann þar að hringja í eigandan og spurja, viti menn,, þetta endaði með því að ég keypti bílinn,,, Aðalbílasalan tapaði þarna sölulaunum vegna þess að hrokinn var svo mikill í bílasalanum að ég fór fúll frá þeim,, og fer aldrei þangað aftur.. (kann illa við að hafa viðskipti viið menn sem telja sig geta lesið hugsanir)<br><br>“Facts are stubborn things”