Þá veistu bara ekki betur…
Þú þarft ekki nema að horfa út á götu og sjá hvaða bílar hafa áræðanleika. Ég leyfi mér að fullyrða að flestir bílar sem eru komnir yfir tvítugsaldurinn og eru enn vel ökuhæfir séu Benz(þarna á ég ekki við fornbílana eða bíla sem hafa verið gerðir upp). Gömlu benzarnir eru ennþá úti á götunum vegna þess að þeir voru vel hannaðir í upphafi. Ef þú ætlar af einhverjum orsökum að kaupa þér Benz, keyptu þá bíl sem er fyrir 1995, eða eftir 2005, því frá 1995-2005 var Mercedes-Benz Co. stjórnað af andsetnum hálfvitum sem skerti gæði bílana, til þess að auka gróðann. Nú hinsvegar er komin stjórn sem stendur að því að gæðin séu komin aftur, og þeir skerða gróðann frá 3 milljörðum punda á ári, niður í einn milljarð punda á ári.
Þrátt fyrir að bílar frá 1995-2005 eru meira “cheap” heldur en forverar þeirra, eru þeir samt á hærri standard en flestir bílar.