Ég tók eftir því að sumir hafa eitthvað á móti gömlu “grófu” V8 vélunum bandarísku. Mig langar að vita hvað þeir hinir sömu hafa á móti vélunum og af hverju þeir vilja frekar eitthvað minna.
Ja…. ef þú ert að tala um mig þá er ég ekki á móti gömlu V8 vélunum….. mér finnst þær æði. Held bara að þær myndu spúa helst til mikið ef þær væru í öllum nýjum bílum.
Amerískar V8 vélar eru örugglega margar prýðisgræjur. Ég er aðallega lítið hrifinn af bílunum sem þær finnast í og þeirri staðreynd að það er yfirleitt lítið gert til að ná út góðu afli m.v. rúmtak.
Mér dettur strax í hug einn brilliant bíll sem notar US Power en það er Ultima GTR með 383cid rokk. Svo er auðvitað Rover ál-V8 upprunalega Buick hönnun (sem Buick notaði ekki) en í höndum TVR hefur þessi vél orðið goðsagnarkennd!<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Jamm, en þá komum við að því að Camaro er huge hlunkur úr stáli með afturfjöðrunartækni sem rifjar upp 19. öld en Ultima GTR er alvöru ofursportbíll sem ætti best heima í Le Mans…<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
neibb það er ekki impressive…. 5 lítra vél og 400 hestöfl er þokkalegt en ekki einu sinni impressive. 5 lítra vél og 550 hestar, know that is impressing!
Það er slöpp rök, dómgreind skiptir meira máli en kraftur.
Þetta er náttúrulega gert til að halda niðri verði en samt bjóða upp á V8 en það er auðvitað það sem kaninn vill.<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Auðvitað skiptir dómgreind meira máli en kraftur, en það vill henda hjá sumum að hægrifóturinn snarþyngist í amerískum bílum. 180 hp er heldur enginn mælikvarði á V8 vélar. Þó eru vélarnar orðnar hálf kraftlausar, áður en mengunarvarnarlögin komust í gegn þá voru sko mótorar. Með þessu lögum var hin bandaríska V8 nánast gerð kraftlaus. Þjöppun varð að breyta úr 10-10,5:1 niður 8-8,5:1. En það er víst ekkert við því að gera nema hækka þjapphlutfall.
Það sem er sorglegt er að áður en mengunarlög voru hert (og fyrir bensínkreppuna auðvitað!) voru bandaríkjamenn að gera ansi öflugar vélar. Það tók þá langleiðina í 20 ár að ná sér á strik! Framleiðendur annarsstaðar í heiminum lentu líka í vandræðum útaf þessu en voru mun sneggri að ná sér á strik og upplifðu í raun aldre neitt sérstakt “niðurlægingartímabil”.<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Já, ég trúi því vel. En mér finnst oft vanta upp á kraftinn í þessar vélar allavega í þessum svona hversdagslegri bílum. Sjáðu t.d. Grand Cherokee með 5.9 lítra vélinni hann er 230 hestöfl. BMW X5 með 4.4. er tæp 300 hestöfl. Þú skilur hvað ég er að fara.
Annars var ég að muna eftir því að pabbi eins vinar míns átti einu sinni trans am turbo, kannastu eitthvað við það? Þetta hefur verið svona 1984 módel, kannski aðeins eldri en allavega sú boddígerð. Var þetta aftermarket græja eða original?
PS. Ég ók einu sinni BMW 530 sem er með V8 vél og þú myndir örugglega fíla hann.
Frá BMW? Ég held að vélin sem var í 850 og 750 hafi bara verið 24 ventla. Enda var lítið tekið út úr henni.<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Enda finnst mér að BMW í dag sé ekki spennandi nema um stærri sexu eða bara áttu sé að ræða, tjah, eða dísilvél ;)<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Ég held að grey sveppurinn myndi ekki vita hvað varð af Ultima GTR ef að stefnubreytingar koma inn í spilið… Ultiman er þar að auki með færri kg pr. hestafl…
Þetta er bíll sem hefur verið kallaður McLaren F1 “fátæka” mannsinns…<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..