Þið verðið að fyrirgefa mér….. Ég verð bara að dissa meirihlutann af amerískum bílum síðustu tveggja áratuga. Þetta er uppsöfnuð hörmungar hönnun. En eins og ég tók skýrt fram þá eru skemmtilegar undantekningar og eins og ég segi alltaf þá er skemtilegur en gallaður bíll skárri en ógallaður leiðinlegri bíll.
Ég er náttúrulega smá stríðnispúki, en ég held að þið sem að haldið amerískum bílum hvað mest á lofti munið bara eftir dýrari V8 bílum og gleymið 4 og 6 strokka hræjunum sem þeir eru búnir að framleiða nokkuð lengi.
Pick up og Jeppar eru hinsvegar amerískir bílar sem ég fíla virkilega vel enda virðast þeir ennþá hafa margt umfram það sem aðrir eru að gera og ekki annað hægt að dást að þriggja tonna pick up með glasahaldara og monster díselvélum eða bensínvélum. Mér finnst t.d. Dodge Ram stórskemmtilegur í akstri!
Og síðans kil ég nú ekki afhverju það er automatískt gert ráð fyrir því að ég vilji “grjónabíla” og telji þá besta. Ég geri það ekki. Ég lýt frekar á framleiðendur og þar standa ymsir uppúr og þá oft með einstakar gerðir bíla. Persónulega tel ég þýsku framleiðendurna hafa bestu hönnunina og þeirra bílar endast afskaplega vel og allir snobba fyrir þeim, hvort sem það er í asíu eða USA.
Síðast en ekki síst vil ég minnast á nokkra bíla sem ég minnist alltaf þegar minnst er á ameríska bíla. Dodge Shadow, Mercury Topaz, Dodge Neon, Chrysler Saratoga, Pazer (eða Phaser, allavega Wayne's world bíllinn), Ford Probe, Stratus svo einhverjir séu nefndir. Þetta eru ferlegir bílar.
Svo ég nefni nú einhverja flotta þá tek ég Trans Am, Camaro, Lincoln Town Car (alltaf dálítið svalur) Caprice Classic, Corvette og flestir jeppanna og flestir Pick upparnir.
Ég hef komið í marga ameríska dreka og ekið nokkrum. Heillar mig ekki.
Hvað varðar japanska bíla þá finnst mér flest mjög óspennandi, það eru hinsvegar nokkrir einstakir bílar góðir, MR2, NSX, WRX, ITR, CTR, RX7, RX8, MX5 flest annað heillar mig ekki en langflestir eru sammála um að japanir framleiði góða bíl.
Í Evrópu snýst dæmið við…. þar er einfaldara að nefna bílana sem ég fíla ekki….. og í augnablikinu dettur mér engin bílaframleiðandi í hug sem er ekki með góða framleiðslulínu.