Ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér lengi og ætla að renna þessa hugmynd fyrir ykkur.
Eins og allir vita bæði konur og menn að bílar frá 1950 til 1970 eru drauma bílar fyrir alla.Hvernig litist ykkur á það ef bandarískir bílaframleiðendur mundu fara framleiða aftur bíla með því útliti,engar breytingar að utan kannski að innann.Allt það gamla og góða,grófa 8 cylendra vél og ekkert rafmagn i rúðum og ekkert svoleiðis kjaftæði.
Hvort munduð þið kaupa 2002 model af Ford Mustang með nýju útliti með mjúka og hljóðláta 8 cyl vél eða Ford Mustang með t.d 1968 útliti smá endurbættur með grófa 8 cyl vél og öllu því gamla.Eða jafnvel 69 módel af Camaro með sama dæmið.
Ég persónulega mundi ég kaupa gamla góða lookið.Eða kannski fara aftar í tímann kannski svona 1950-1960.Þá voru ennig fallegir bíla og það væri kannski ekki slæm hugmynd.Ef ég þyrfti að fara að velja á milli glænýrri Toyotu eða 1955 chevy framleiddur 2002 þá mundi eg velja chevyinn og yrði ekki lengi að ákveða mig.
Hvað myndir þú gera??????
KV