Ég vona að einhver af ykkur sérfræðingum (Aiwa?) getið svarað einhverjum spurningum sem ég hef.
Málið er að ég er með 1991 Legacy GX 2.2 bsk sem er óskoðaður og það er ýmislegt sem ég þarf að gera fyrir hann til þess að koma honum í gegnum skoðun og bara til að gera hann flottan. :D
1. Atriði: Vélin gengur mjög vel en það kemur alltaf mjög skrítin brunalykt útúr henni ef ég keyri meira en í fimm mínútur og stundum rýkur svolítið úr vélinni. Það er lítið gat á vatnskassanum en hann er samt alltaf fullu (frekar skrítið) og þegar bíllinn er orðinn heitur er vatnið í kassanum samt kalt. Af hverju er það? Er vatnið ekkert að kæla vélina? Er hugsanlega vatnslásinn fastur lokaður? Ég er ekki alveg viss hvað er að en það væri frábært ef einhver gæti komið með góðar ágiskanir/kenningar.
2. Atriði: Handbremsan virðist vera örlítið föst inni, hvernig losa ég hana?
3. Atriði: Þegar ég var að skipta um kúplingu á honum þurfti ég að láta draga hann á verkstæðið. Leiðin var löng og ég var með hazard ljósin á allan tímann. Allt í einu hættu þau bara að virka og núna virka hvorki hazard ljósin né stefnuljósin. Við félagarnir reyndum að finna öryggið og erum búnir að fikta eins og við þorum en það er mjög erfitt að skilja allt þar sem þetta er gamall japanskur bíll (algengt vandamál). Gæti þetta verið eitthvað öryggi sem við finnum ekki eða er þetta eitthvað miklu meira áhyggjuefni?
4. Atriði: Ég er að leita mér að vatnskassa og vatnslás, helst ódýrum og notuðum. Hvar gæti ég fundið svoleiðis? Hvaða partasölur gætu verið með svona? Ég er búinn að prófa Vöku og þeir höfðu hann ekki. Er vatnslásinn hugsanlega inn í vatnskassanum? Einnig vantar mér hægri-framvæng á hann sem ég væri líka til í að finna notað á partasölu. Hvaða partasölu mæliði með?
Ég er bæði að reyna að afla mér upplýsinga um hvernig ég get gert elskulega bílinn minn upp án þess að eyða endalausum peningum og einnig er ég að reyna að koma af stað smá umræðu á þetta áhugamál með þráðum og myndum þar sem mér finnst það aðeins of dautt.
Fyrirfram þakkir, Sindri.