Var að taka eftir því áðann að þegar ég beygi ekki nema smá til hægri þá kemur eitthvað skrýtið hljóð í bílinn. Ekkert ískur eða neitt þannig…svona hljóð einsog kemur þegar maður fer á 70 í krappa beygju orsom. Mjög erfitt að lýsa hljóðinu, maður þarf að vita hvaða hljóð þetta er til að taka eftir því. Þetta er smá djúpt hljóð.
Tók bara eftir þessu áðann…og í fyrstu tvö skiptin þá var ég að keyra beint en beygði smá til hægri (ekki mikið) og þá kom titringur í stýrið. Vinur minn sagðist líka hafa fundið fyrir víbring þar sem fæturnir eru.
Síðast þegar ég vissi(fyrir tveim vikum) þá var allt í toppstandi nema hjólalegan á vinstra framdekkinu (samt vel nothæf ennþá).
Er alveg á gati….þið hafið enga hugmynd hvað þetta getur verið er það?
Skítkast óskast í pm ;)