Gaman að heyra svona sögur. Það hlýtur eiginlega að vera því ég er búin að skoða alla bílana á landinu nema einn (sem er sá nýjasti og annaðhvort 94 eða 95 módel og 6 gíra) og þetta er eini bíllinn sem er á BBS felgum. FLestir eru konir á nýjar felgur í dag, en hinir bílarnir voru á annaðhvort svokölluðum whitewall felgum eða throwing star felgum..
Hann er allavega þokkalega sprækur, annars er mjög fyndið hvað það skiptir miklu máli að hita hann upp fyrst áður en maður fer að spyrna, það hefur þvílíkt mikið með hröðunina að gera.
Ég spyrnti við Alfa 156 2.5 lítra V6 á laugardaginn og Bimminn var ekki orðin heitur þannig að ég hélt honum vel innan við 6 þúsund snúninga og það var samt auðvelt að taka Ölfuna þó ég færi ekki langt frammúr (tæpri bíllengd). Þá átti ég um 1500 snúninga eftir í rauðlínu við hverja skiptingu, og skipti meira að segja í þriðja langt á undan því sem venjulegt er þegar maður botnar alveg.