Hvernig list mönnum á nýju Corolluna sem var almennings frumsýnd í dag. Boðinn er hatchback, 3dr og 5dr, 1400 og 1600 og Tsport. Svo er wagon sem er aðeins boðinn 1600 2WD og loks Corolla Versó sem er fjölnotabíll, eigi fagur. Soldið skrýtið að ekki sé boðinn sedan bíll en sedan Corolla hefur verið síðan 1967 . Ekki er heldur boðinn 4WD í fyrsta skipti síðan 1983 þegar Tercelinn kom.
Innréttingarnar eru mun vandaðri en í síðustu kynslóð, ekkert dósahljóð í hurðum og lítið veghljóð( breyttir tímar!) Bíllinn er soldið hátt byggður en er mun laglegri þegar maður fer að skoða hann betur og kynnast honum. Ég prófaði 5dyra 1600 og þetta er bara andsko** skemmtilegur akstursbíll. Bara 1 T-sport bíll var þarna, 5 dyra.
Hinsvegar er verðið soldið hátt, 3 dyra hatchback 1400 kostar rúmar 1,7 mills. (í maí 2000 kostaði Avensis 1600 1.650.000 þús) T-sport kostar frá 2.499.000. Þessi bíll á eftir að seljast þokkalega. Verst að mér sýnist kaupendahópurinn í mikið eldri kantinum. Árið 2001 seldust 330 Corollur sem er mikil niðurför síðan 1998 þegar yfir 1000 Corollur seldust.
Kynningin var sérstök, flugþema, allir í flugbúningum og “flugfreyjur” löbbuðu þarna um með vagnana sína. Helling af fólki og margir búnir að panta sér bíl