Ístraktor byrjaði að selja bíla frá Fiat 1996, Fyrst var boðið uppá Fiat Brava/Bravo, síðan kom Marea, Alfa 146 og 156 sem var á frábæru verði með 1,6 lítra vélinni. Núna er þetta umboð til sölu og lítið hefur selst af bílum. 2001 seldi Ístraktor 27 bíla (Fiat/Alfa R). 2000 seldust 100 bílar.
Síðan 1996 seldust 30 Bravo, rúmlega 70 Brava(þetta eru ekki síðri bílar en Corolla á svipuðu verði) innan við 10 Lanciur, á þessum 5 árum sem Alfa 156 hefur verið á íslandi eru bara 197 eintök skráð. Sem er ótrúlegt, því að 156 1,6 l kostaði bara 1.690.000 fyrst þegar hann kom því þeir keyptu bílana í gegnum umboðsmann í Danmörku.
156 1997 kostaði semsagt 1.690.000 kall, Carina E 1600 1997 kostaði aðeins minna, samt mokaðist sá bíll út þó að hann væri 4ja ára gömul hönnun. Næsta ár kom Avensis 1600 á 1.689.000, hann var uppseldur í marga mánuði 1998. 1998 seldust 630 Avensis og 1999 650 stykki. Þetta er alveg órtúlegt því eftir að hafa prófað bæði Avensis og 156 er Alfan mikið skemmtilegri bíll, ekki sé minnst á útlitið sem er flott og þótti enn flottara fyrir 4 árum, samt keypti fólk bara Toyotur og Nissan!!. Ótrúlegt fólk, íslendingar
Önnur týnd tegund er Mazda, sem var toppsölubíll 1979-1990, þá fór umboðið, Bílaborg, á hausinn. Ræsir fékk umboðið 1991. Hræðileg mistök, þeir seldu 56 Mözdur á síðasta ári, en tæplega 70 Benza. Í Noregi er Mazda mest seldi bíllinn af þeim japönsku, Toyota talsvert fyrir neðan. Hér hafa þeir reynst alveg frábærlega þrátt fyrir galla í einstökum árgerðum, s.s gallaðrar velar í Mazda 929 árg. 1981, slapprar skiptingar í 626 GT. Afhverju seljast tæplega 2000 Toyotur, en 56 Mözdur, 2001 323 er miklu flottari en 2001 Corolla.
En þetta er toppbílar og mig dauðlangar í nýja Mözdu, allavega kaupi ég ekki nýja Toyotu meðan bílaleigurnar nauðga Corollunum svona, ekki möguleiki að selja svona bíl notaðan. Ekki sé minnst á hversu ljótar þær koma frá bílaleigunum, allar grjótbarðar, sílsinn nánast sandblásinn og mikið eknar (árg 2000 ekinn 50-60 þús k).
Þetta er allt í belg og biðu hjá mér en samt áhugaverður punktur, held ég.