Rakst á útdrætti úr pufuakstursgrein á fyrsta Porsche 911, 1964 módelinu. Áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á 911 og hafa kynnt sér hann í seinni tíð að lesa um þan upphaflega.

Það eru ekki margir bílar sem hafa verið þróaðir stöðugt og haft líftíma upp á 35 ár en síðasti 911 bíllinn var í rauninni 993 sem hætti þegar 996 hönnunin tók við 911 nafninu árið 1998. Fram að því hafði 911 verið þróaður á þeim grunni sem var lagður 1964. Vatnskældi 911 (996) sem kom 1998 er algerlega nýr bíll sem á í raun ekkert sameiginlegt með 911 nema staðsetningu vélar og gírkassa.<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia