Strokkur er íslenska orðið yfir cylinder en bein þýðing á cylinder væri sívalningur.
Eins og komið hefur fram er strokkurinn brennsluhólfið, inní honum á sér sprenging sem knýr bílinn áfram.
Hérna getur þú séð á svörtu og hvítu hvernig þetta gerist:
http://auto.howstuffworks.com/engine1.htmMyndin sem þú sérð þarna er af einum strokk augljóslega.
cc eða cubic centimetre eða kúbik sentimetri er mælieining sem segir til um stærð brennsluhólfs eða brennsluhólfa. (T.d. 4 strokka vélin mín er 1600cc, 1600 deilt með 4 er 400cc, hver strokkur er þá 400cc á stærð)
Yfirlett er talað um bílvél sem eina heild, en ekki sérstakir strokkar teknir fyrir. Þannig ef félagi þinn segir “já ég var að kaupa mér 2000cc bíl”, að þá eru það allir strokkarnir samanlagt
hp eða horsepower eða hestöfl/hö er síðan mælieining fyrir þá orku sem tiltekin bílvél eða strokkur framleiðir.
Ef þú ert með sæmilega ensku kunnáttu að þá skaltu bara lesa þessa grein yfir um hvernig bílvél virkar:
http://auto.howstuffworks.com/engine.htmþá ertu mun nær því að skilja hvað gerist undir húddinu.
kv
TB