Síðast þegar ég vissi væru þeir flestir ef ekki allir beinskiptir. Þetta eru leikbílar en ekki bíll fyrir mömmu þína, ef þú skilur hvað ég meina.
Og jú jú, það eru til nokkrir með stýrið vinstra megin auðvitað en það er yfirleitt ef ekki alltaf skítmixað (þó svo að það séu til vel mixaðir).
Þetta með að breyta yfir í sjálfskiptan úr beinskiptum og öfugt hef ég ekki heyrt um áður ef ég á að segja satt.
Hinsvegar eru eflaust eitthverjir 5 gíra sjálfskiptir og svo eru auðvitað 5 og 6 gíra beinskiptir síðast þegar ég vissi.
Og að skipta um gíra með vinstri, það myndi bara venjast eflaust, ekki spurning. Væri samt ekki leiðinlegt að eignast eitt stk. R34 GT-R með stýriði “réttu” megin. ;)