Kúplingsvökvi
Ég er að slást við kúplinguna í 1987 landcruiser 70. Hún byrjaði að leka fyrir svolitlu síðan og ég hef einfaldlega bætt á hana eftir þörfum. En núna datt lokið af á ferð og ég týndi því, ég lokaði forðabúrinu með gúmmíhanska en engu að síður þá verður hún lin með stuttu millibili eins og loft komi inná kerfið. Ef einhver veit hvar líklegasti lekinn er (sá dropa á stöngini frá petalanum inní bíl) eða getur bent mér á leið til að finna svona helvítis lok, þá er það vel þegið. (vél: 22R)