Hæ, hæ!
Hyundai er og verður alltaf Hyundai!
Þessir bílar hrynja hlutfallslega hraðar í verði heldur enn Lada!
…Er þá ekki eitthvað að? Þú getur lent í miklu (smá-pilleríis viðhaldi á gömlum Hyundai(Nýjum líka))
Hef heyrt nokkrar sögur af sonata sem hafa eitt miklu (allt að 17 lítrum á hundrað)
Ég þekkir nokkra sem hafa átt accent, sonata, coupe og Elantra!
Það var sama sagan með alla þessa bíla, alltaf eitthvað smávegis bílað. Bensíndæla bíluð í coupe-num, sem var aðeins keyrður 30.000 km, bremsudiskar oðrnir lélegir og eitthvað bilað í startaranum á accent eftir bara 50.000 km, Eitthvað bílað í hurðahandfönum á sonata og biluð miðstöð eftir bara 70.000 km, allavega eins og þú sért þá er mín kynni við Hyundai ekki góð!
Allavega myndi ekki kaupa mér svoleiðis bíl!
Toyota Carina E ´93 (Japanst smíðaður)
Þú segir 133 hp, sem er þá 2.0 vélin (Var hann ekki 127,5 hp?)
Allavega eru þetta einu bestu fólksbílar sem toyota hefur smíðað!
Lág bilanatíðni og mjög gott að keyra þá! Enn 221.000 km fynnst mér nokkuð mikið, þótt að hann eigi kannski eitthvað líf allt að 400.000 km, þá er komið ýmislegt slit í hann! Og að borga 450.000 kr fyrir hann, fynnst mér allt of mikið. Miðað við árgerð og keyrslu og þótt þú segir að hann sé vel farinn þá held ég að svona bíll sé ekki meira virði enn um mesta lagi 300.000 kr!
Það sem ég ráðlegg þér að gera að að leita betur! Það er rosalegur samdráttur í bílasölu í dag! Og auðvellt að gera góð kaup í notuðum bíl! Miðað við það sem ég hef séð þá fynnst mér ekki góð kaup í þessum tveim sem þú hefur fundið!
Ég sé að þú villt fá stórann bíl! Bílar sem ég get mælt með fyrir þig eru t.d. Honda Accord, Toyota Carina E, BMW 5-lína (Mjög góðir bílar, passa bara að hann sé vel með farinn og ekki of mikið keyrður - mjög dýrir varahlutir) MMC Galant, M.Bens 190, Mazda 626. Þetta er svona það sem ég man eftir!
(Japanskt- smíðaðir og Þýskir bílar eru góðir)
Ef þú ert að huga um endingu og gæði!
…Ekki kaupa kóreu-bíl eða breskann!
Vona að þetta hafi hjálpað þér eitthvað og kannski fleyrum!
(Bara please ekki fara blanda Bandarískum bílum inn í þessa umræðu)
Kveðja
Svessi