Ég á Toyotu Corollu GT-i '88 sem að nýlega byrjaði að hegða sér undarlega. Hún gengur illa á lágri inngjöf, og gengur bara hálfan hægaganginn (500 rpm). Stundum fellur líka snúningsmælirinn um 500-1000 rpm þegar ég er að keyra og alltaf þegar ég er að kúpla til að skipta um gír. Þegar ég stoppa á gatnamótum (eða bara yfirleitt) drepur hún oft á sér. Einstaka sinnum er hún heillengi í gang aftur.
Ég skipti um kerti, kertaþræði, kveikjulok, kveikjuhamar og háspennukeflið. Ég hef ekki hugmynd um hvað er að og ég er búinn að láta bifvélavirkja líta á bílinn en hann gat engan veginn ímyndað sér hvað þetta væri.
Öll hjálp er vel þegin.
Kv.
Hvati<br><br>——————————
<a href="http://kasmir.hugi.is/Hvati“ target=”_blank">Tékkaðu á síðunni minni…</a