Ég heilsprautaði minn bíl og til þess að gera þetta almennilega þarftu að vera með aðstöðu, og ákveðin verkfæri.
Aðalverkfærin sem ég notaði voru.
Loftpressa
Sprautukanna
Dual action Sander
Angle grinder
Sanding blocks
Hamrasett
Síðan keypti ég mér fræðslu video frá manni sem heitir Kevin Tetz (www.paintucation.com) og hann er með nokkra dvd diska þar sem hann sýnir nokkuð nákvæmlega hvernig á að gera við beyglur hvernig á að díla við ryð, hvernig eigi að massa bíla og heilsprauta.
Ég er sammála því að vera ekki að hlusta á fólk sem fer að tala um að “bíllinn sé ekki þess virði” það er engin sem ákveður virði á bíl sem þú átt sjálfur,- nema þú sjálfur.
En hinsvegar ef þú ferð að hugsa um að selja bílinn og þannig, að þá lendiru kannski í veseni, en maður er ekki að hugsa um það núna, allavega geri ég það ekki!!
Þú þarft að vera nokkuð staðfastur á því sem þú ert að gera, ákveða einhverja snilld og síðan bara go do it.!
En þetta tekur tíma og ef þessi hugmynd þín er bara stundargeðveiki að þá myndi ég sofa á þessu aðeins.
En allavega þetta er bíllinn minn eins og þegar ég keypti hann:
http://www.go-riding.com/extreme/otengt/sukka_bilasala.jpgog síðan eftir að ég kláraði hann:
http://www.go-riding.com/extreme/otengt/sukka1.jpgkv
Tómas