Fór með bílinn minn í Brimborg um daginn vegna þess að vélarljósið og SRS ljósið loguðu. Kom með hann kl 8, náði í hann milli 5 og 6.
Ég sagði þeim að kóðalesa hann og eyða út villunum, ekki gera neitt við hann án samráðs við mig. Pappírinn sem ég fékk, útprentun úr tölvunni hjá þeim, sagði mér að þeir hefðu lesið af honum rétt fyrir kl 12. Þeir hringdu ekki í mig fyrr en eftir 5 sem ég er ekki sáttur við. Vil fá að vita um leið og hann er búinn, ekki flókið mál. Nema það að það er ennþá logandi SRS ljósið, og ég fékk engin skýr svör um hvað væri að. Þetta væri bara ekki í tölvunni.
En fyrir kóðalestur, sem er varla korters djobb þá borgaði ég 9 þúsund krónur. 9 þúsund! Og hann er ekki einu sinni í lagi eftir það.. Er ekkert svakalega sáttur með þetta..