Sælir,

ég lenti í bílslysi fyrir nokkrum mánuðum síðan, sbr. linkinn: http://www.hugi.is/bilar/images.php?page=view&contentId=5319097

Núna er ég að byrja að rífa bílinn í sundur til að tjekka hvað sé í lagi og hvað ekki svo ég geti selt brakið.

Málið er að bíllinn endaði á hvolfi og ég er ekki viss hvort að það drapst á bílnum þegar bílslysið varð. Ef ekki þá hefur mér verið sagt að vélin sé vissulega ónýt.

Mig langaði basically til að spyrja nokkurra spurninga, og mig langar til að vinsamlega biðja einungis sérléga bílfróða menn um svör. Um er að ræða 4.2 lítra v8 vél úr 2002 árgerð af Audi A6, ameríkutýpunni, keyrða 133 K km.

1) Vitið þið hvort einhver svoleiðis mekanísmi er í umræddri vél að hún drepi á sér þegar hann lendir í höggi, fer á hvolf, loftpúðarnir koma út etc. ?

2) Vitið þið hvort það þurfi að núllstilla tölvukerfi vélarinnar með tölvu frá bifvélaverkstæði til að geta startað henni aftur eftir sambærilegt slys eins og með margar nýrri vélar?

3) Hafið þið persónulega reynslu af því að hafa unnið með nýlegar vélar frá Audi eftir sambærilegt slys/atburði? Ef svo er, endilega deilið visku ykkar takk.

Einnig langaði mig til að minnast á það að ástæðan fyrir því að ég er að spyrja hérna er einungis til að reyna að maximiza vitneskju mína um ástandið. Ég mun hringja í Hekluumboðið eftir jól og spyrja þá að þessu öllu og crosschecka svör þeirra við svör ykkar til að standa sem best að vígi.

Gleðileg jól allir saman. :)