Fyrst þið eruð að tala um “hateful” bíla þá eru þeir sem standa mest uppúr hjá mér áðurnefnd Toyota Corolla tengdamóður minnar (1997 módel wagon) og Mitsubishi Lancer 1989 sjálfskiptur sem pabbi átti. Báðir þessir bílar voru ferlegir í alla staði, þröngir, linir og leiðinlegir. Toyotann var fyrsti bíll sem ég hef prófað þar sem engu skipti hvort þú varst í 5, 4, eða 3 gír upp kambana…. hann barahélt ekki ferð (ég vildi vera á 90)
Lancerinn var svipaður, ég man einu sinni eftir að hafa keyrt upp Hellisheiðina hjá skíðaskálanum í geysilegum mótvindi og ég gjörsamlega stóð bensíngjöfina í botni til að halda ferð og var með “power” takkan á og hvaðeina og hann varla hélt sér í 60….. það var ótrúlegt, reyndar voru fjórir í bílnum…. en samt. Þetta var mjög fyndið. Svo hef ég náttúrulega ekið Lada 1600, mjög ömurlegir bílar, en samt hægt að hafa gaman af þeim… það er ekki hægt að segja um Toyoturnar.