Það eru margir bílar sem eru með halogen perur í þokuljósunum, en ég er með lausn við þessu fyrir þig.
Þú getur sett Xenon kerfi í þokuljósin hjá þér ef þú tímir að eyða pening í það, en það sem ég mæli með er að þú kaupir þér bara “feik” Xenon perur í þokuljósin. Þegar ég segi feik Xenon þá meina ég hvítar perur, sem líta mjög svipað út og Xenon ljós, en eru ekki alveg jafn björt og alvöru Xenon. Þú sérð marga bíla með svona feik Xenon í framljósunum á bílunum sínum, og þú þarft að vera svolítið fróður um Xenon ljós til að sjá að þetta eru feik Xenon ljós.
Svona ljós eru mjög góður kostur finnst mér fyrir þokuljósin hjá þér, og mig minnir að 2 perur kosti 2 þúsund krónur upp í Bílanaust (N1) upp á Bíldshöfða.