Fyrsti bíllinn minn var frábær, þannig var það að amma mín bjó hjá okkur þegar ég varð 17, og hún var ekki með bílpróf gaf mér nýjan bíl gegn því að ég mundi keyra hana um allan bæ, og fara með henni í búðarferðir og svona…
Þetta var Toyota Corolla Special Series,5 dyra, hatcback, 1600 árg. 1997. eldrauður samlitur, og sú gamla slæsti spoiler, álfelgum, lituðum rúðum. Ég þeyttist með gömlu útum allan bæ en það var vel þess virði að fá glænýjan bíl :)
Einhvern veginn er þetta eini bíllinn sem ég hef átt og þótt eitthvað vænt um, tímdi ekki að seljann og átti hann með öðrum um tíma. Sunny GTi og Corollu GTi,
Svo í vor ákváð ég að selja hann og vinur minn á Akureyri seldi hann fyrir mig, sá geðveikt eftir honum og ekki skánar það núna að maðurinn sem keypti hann á Akureyri býr núna neðar í götunni minni. Alltaf skítugur og álfelgunar svartar af skit. kannski ætti ég að nota varalykilinn sem ég á ennþá og stelast til að þvo og bóna :)
<br><br>Bráðum koma jólin.