hvernig bíll? er hann með diska að aftan líka, ef svo er þá eru klossarnir að aftan bara búnir
Bætt við 28. nóvember 2007 - 01:16
annars, hvað er fólk að LÁTA skipta um klossa hjá sér, þetta er einfaldasta viðgerð sem þú getur gert, þarft einn lykil (get ómögulega sagt hve stóran því það er pottþétt mismunandi eftir bílum) eða topp, felgulykil og stóra trésmíðaþvingu
ef fólk vill spara sér pening í þessum málum þá er þetta gert svona:
skref 1: bíllinn tjakkaður upp og hjólið losað af
skref 2: núna ættir þú að sjá bremsudiskinn og bremsudæluna, bremsudælan er dæmið sem fer UTAN um diskinn, hana þarf að losa og er það gert með því að losa bolta sem er neðarlega á henni að innanverðu, þarna gildir bara að þukla og leita, skella lyklinum/toppinum á og skrúfa laust
skref 3: núna gæti reyndar þurft skrúfjárn til að spenna dæluna frá disknum, en hún er tekin upp að framanverðu að neðan og flettist upp í sömu stefnu og diskurinn er
skref 4: klossarnir eru núna nokkuð lausir en möguleiki er á því að þá þurfi að spenna úr með skrúfjárni
skref 5: nýir klossar settir í
skref 6: dælan lögð aftur niður og skrúfuð föst
skref 7: dekkið skrúfað aftur á
skref 8: bíllin látinn síga niður
svo er þetta allt endurtekið hinumegin og það á alltaf að skipta um bremsuklossa beggja megin á ásnum á sama tíma
þegar búið er að skipta um klossana er bíllinn örlítið furðulegur fyrst þegar bremsað er, málið er bara að slaka sem minnst á bremsunni í fyrstu fimm til sex skiptin og þá verður hann eins og hann á að sér að vera
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“