Vélarhljóð í bílum....
Ég er búin að eyða fullt af tíma í að dánlóda og hlusta á vélarhljóð í bílum af audiogalaxy í kvöld. Og niðurstaðan er fyrir mína parta nokkuð merkilegt, flottustu vélarhljóðin voru (mþað kom mér mjög á óvart) í Audi V8, Impreza Prodrive, einhver 16 strokka bíll sem mal3 hefur minnst á hér áður og Honda NSX…. þetta voru mjög sérkennileg hljóð, mjög svona málmkennd og asskoti svöl. Átta gata kaggarnir komu reyndar mjög vel út líka, en það var bara mun erfiðara að heyra eitthvað sérstakt út úr þeim hljóðum… ég mæli með að þið prófið þetta, mjög gaman!