Hva, meira að segja ég verð að stökkva til varnar. Það komu um líkt leiti nokkur vel heppnuð boddí en ég játa að fallegasti pny car fyrr og síðar var líklegast einmitt Camaro ‘67. Þó má minnast Mustang ’65 Fastback/GT sem var áhugaverður en Camaro hafði hreint útlit og fallegar línur.<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Var ekki einhver sem heitr charger líka, eða hann var með svona ristar fyrir ljósunum og er í GT2, hvað heitir hann aftur, mér finnst þeir illilega flottir, cougar?, man þetta ekki :(
Cougar var með svona lúgur fyrir ljósin. Afskaplega fallegur bíll. Reyni að grafa upp sæmilega mynd af honum og senda hérna inn við tækifæri.
Þess má geta að pabbi átti einn slíkan inni í skúr í bútum og var búinn að safna pörtum í hann í mörg ár. En svo lenti hann í bílslysi og varð alveg óvinnufær eftir það og seldi því bílinn og fékk sér eitt stykki Trans Am (sem til er mynd af hér, í húsagarði í Hafnarfirði. ;) til að þurfa ekki að hafa alltof mikið fyrir hlutunum.
humm þessi svarti? það er sko orðið græja í dag komin ný drif buið að styrkja hann eitthvað 96 SS vél og supercharger á leiðini..
ertu viss um að vélin hafi skilað 375 við 5600rpm? því að 396 er big block og maður er oft að heyra að það skuli ekki þenja þær yfir 5500… ´það héldu nú alveg áfrma að koma flottir bílar.. 2nd gen f-body héldu sér til 81 og trans am hélt 455 til 76 og 400 til 79 kalla það ágætt..
ja sko það copo og yenko bílanir, copo voru sérstaklega breyttir eða pantaðir frá umboði gegn pöntun með 427cid sagður ca 430hö en var í raun yfir 500 síðan var yenkonum breytteftir á er það ekki? eða þ.a.s eftir að þeir komu frá verksmiðju, síðan voru kannski flr komu ekki baldwin bílanir eftir 70?
bebecar ég get nú ekki verið sammála þér með að það séu fá boddy :) en já 67-68 og sérstaklega 69 eru gullfallegir og furulega einfaldar boddyilínur á 67-68 en lúkka samt rosalega. einn af draumunum er 67-68 RS/SS þá helst 396 4spd
Mér fynnst persónulega næstum allir amerískir muskecar-bílar frá tímabilinu 65-74 flottir. Ég vil frekar öskrandi páwer sem brýtur niður allar þessar dósir á götunum sem geta farið örlítið skarpar í beygjurnar en ég(þeas amerískir bílar ;)) En það er bara ég:)
En sambandi við þessa akkúrat týpu get ég sagt þér það að hann er 1968 boddý kom mest með 396 V8 vél sem var 375 bhö á 5600rpm. Þetta ásamt Mustang og Charger get ég sagt að séu mínir uppáhaldsbílar. Fyrir þá sem eru að pæla í hvernig Charger er, muniði eftir svarta kagganum í Fast and the Fjúríus sem rústaði japanska kúknum og þurfti endilega að vera smassað á lest?
Btw. Ein af ástæðunum fyrir því að svona ‘allvöru bílar’ hættu í kringum 72-75 var að það komu leiðinda reglugerðir sambandi við mengun, bensíneyðslu almúgans og annara smá muna :) þá byrjuðu bílaframleiðindur að koma með þessi leiðindi um litla, leiðinlega bíla sem gátu ekkert og menguðu ekkert…Væl… ;þ (Þeas helmingi færri stimplar;þ)
Góð síða um flesta af þessu allvöru köggum er musclecarclub.com, þar er allt um flest…
Charger var á tímabili ákaflega fallegur. Ef þið viljið sjá action með Charger, leigið þá Bullitt með Steve McQueen úti á leigu. Þar er McQueen á Mustang '65 GT og bófarnir á Charger og mjög flottur kappakstur.<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Ég ætla aðeins að leiðrétta þig Mal3, Bullitt var á grænum ‘68 GT Mustang með 390 mótor og vondu kallanir á ’68 Charger 440, svartur.. geðveikur.
Þessar 10 mínútur af myndinni sem eltingarleikurinn stendur yfir eru geðveikustu 10 mínútur í allri kvikmynda sögunni, eltingarleikurinn var ekta, ekkert hraðspól og engar reykvélar, nóg af áhættuleikurum, aksturinn var geðveikur!! :)
Ok… hélt reyndar að þetta hefði verið fyrsta Mustang boddíið…
Annars finnst mér eltingaleikurinn í Ronin bara mun betri en Bullitt er klassísk.
Sagan segir að McQueen hafi keyrt allt í þessu (McQueen var fær ökumaður sem keppti í kappakstri) en honum tókst að snúa bílnum mjög snemma og leikstjórinn notaði áhættuleikara.
Einnig í sprengingunni þá er hægt að sjá Chargerinn rúlla út ef þú reynir að skoða vel ;)<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Well, sumir sáu tækifæri í þessu og rokseldu Datsun 240Z í Ameríku. Bandaríski bílaiðnaðurinn var ekki í stakk búinn til að mæta þannig samkeppni.<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..