Tekið af MBL.IS:

Sættir hafa tekist milli rallkeppnisliða Subaru og Peugeot í deilunni um hvort þeirra skuli njóta þjónustu nýbakaðs heimsmeistara, Englendingsins Richard Burns.

Að sögn breska blaðsins The Guardian náðist samkomulag utan réttar áður en til málaferla, sem áttu að hefjast fyrir dómstól í London í gær, kom.

Féll Subaru frá tilkalli til Burns sem samið hafði um að aka fyrir Peugeot á næsta ári og er gatan því greið fyrir hann að keppa fyrir franska liðið á næstu vertíð, sem hefst í Mónakó 17. janúar nk.

Vegna deilunnar leit út fyrir að Burns gæti þurft að sitja jafnvel næstu vertíð af sér. Subaru gerði tilkall til hans á grundvelli ákvæðis í fyrri samningi um að það gæti haldið Burns ef hann yrði heimsmeistari. Mótrök ökuþórsins voru að með ráðningu ferfalds heimsmeistara, Finnans Tommi Mäkinen, til Subaru væri maður sambærilegrar getu kominn í manns stað.

Mäkinen var við bílprófanir fyrir sitt nýja lið í Frakklandi í gær.<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia