Hvað eruði annars búnir með mikið af leiknum?
Ég er búinn með 97.2% og er með um 114 bíla ef ég man rétt.
Annars er svo margt hægt að gera með tjúnið á bílunum. Vél, gírkassi, bremsur, þyngd, drif, dekk, fjöðrun og fleira. Fer allt eftir á hvaða braut maður er að keppa og á hvaða bíl. Þú styllir ekki gírkassann eins í Test Course og t.d Grand Valley. It´s a whole different story :) Margir breyta engu (þekkja ekki mikið til bílabreytinga) enda eru þeir komnir mun styttra. En annars er þetta bara að stylla bílana eftir brautum. Dekkin skipta líka rosalegu máli, en ekki gengur að vera með race slikka í löngum reisum, því þetta eyðist hraðar en ég veit ekki hvað. Gott er að kaupa stage 3 weight reduction og kaupa alvöru bremsur. Drivetrain skiptir líka máli. Fully customized gearbox er möst! Ekki kaupa sport ef þetta á að vera alvöru græja! Lækkun er líka gott en ekki lækka of mikið því þeir eiga það til að missa smá handling við það, sérstaklega ef dempararnir eru mikið stífðir. Ég gæti talið endalaust en ég held að þeir sem eitthvað spili GT seríuna ættu að kunna þetta eitthvað allavega. Það er ekki nóg að bæta bara við hoho því það þarf að stoppa hoho áður en hann kyssir vegginn og það þarf að vera hægt að stýra hoho svo beyslið verður að vera gott. Einnig mæli ég með “change oil” reglulega :) Þetta kannski er eitthvað bölvað rugl í mér, enda er ég að flýta mér, verið að reka mig úr þessari bjéví…tölvu!
Sem dæmi um bíla sem eru yfir 1000bhp hjá mér.
Dodge Viper GTS 1115bhp
Nissan Skyline GT-R R34 1100 c.a
Escudo Pikes Peak 1880bhp
Toyota GT-One c.a 1200-1300 (man ekki)
RUF CTR c.a 1100bhp
Viper GTS-R Team Oreca 1050bhp
Mazda 787B (man ekki)
Panoz Esperante 1100bhp c.a
og einhverjir fleiri…
Ég er með alveg hrúgu af bílum, frá c.a 100bhp upp í 1880bhp :) Þeir bílar sem ég hef keypt eða unnið hafa flestir gengið í gegnum einhverjar breytingar, allavega stór hluti af þeim.
Adios
Þetta er undirskrift