sælir…
ég ákvað að prófa þetta fyrst GST var búin að koma með tíma fyrir sig, því miður hafði ég ekki nákvæma klukku en þetta ætti ekki að vera svo far out. Það var reyndar mjög leiðinlegt veður og mikill hliðarvindur. En hröðun í fimmta var í fyrra hollinu 8 sek og því síðara 7 sek (meðaltalið 7.5 venga vinds!), þetta minnkaði síðan um eina sekúndu við 3 gírinn. Það er ljóst að bíllinn hjá GST er verulega sprækur enda ekki skrítið með 321 hestafla M3 vél!
Ég tók hinsvegar tímann frá 0-100 kmh og get svarið það að ég náði pottþétt undir 6 sekúndur (reyndar var meðvindur), þá var ég búin að hita bílinn vel. Ég var nokkuð kátur með það, en ég þarf greinilega að testa hitt betur, ég er vantrúaður á að munurinn sé svona mikill.

E34 M5.