Ég er reyndar menntaður frá USA í tjúningum og þessháttar í bæði 4 gengis og 2 gengisvélum og útreikningum ofl á fjöðrun.
Skólinn heitir MMI, er stílaður inn á mótorhjól, báta, sæsleða, vélsleða og þess háttar, og þarna voru ansi öflugir kennarar, t.d. Vince VanVranken, margfaldur heimsmeistari í kvartmílu, Taylor fyrrum chief mechanic hjá Chevrolet Racing team, Bernie Thompson heimsmeistari í moto-cross og fleiri góða, svo t.d. sat ég heilan dag á fyrirlestri hjá Tony Mills framkvæmdastjóra Dunlopads (Dunlop) en hann var einn af þeim sem var í þróuninni á Radial dekkjum á Daytona Speedway.
Tjúningar hjá þessum körlum er ekkert hobbý, þeir taka þessu mjög alvarlega og það sem fer eiginlega mest í taugarnar á mér við íslendinga eru menn sem bjóða “tjúningar” á bílum og hjólum hérna en hafa í raun ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera, ég hef oft lent í rifrildi við þessa menn þar sem þeir vilja ekki viðurkenna að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera,, (eðlilega)..
Ég er t.d. með um 30 A4 síður um það hvernig á að reikna út flækjur, og ég get sagt ykkur að það eru brjálæðislegir útreikningar í kringum það, en námið var mjög skemmtilegt, þó ég hafi lítið notað það nema til að fikta aðeins í eigin bílum og hjólum,
get skotið inn smá sögu í leiðinni,, ég tjúnaði 300 cc tvígengismótor í skólanum í það að geta snúist í 30.000 RPM,, það var eina takmarkið,, þ.e. að ná þessum snúning, og það tókst, reyndar var mótorinn ekki nema hálft hestafl á þessum snúning en þetta náðist, og ég get sagt ykkur að hlusta á vél á 30.000 rpm á Dyno-bekk í hálfttíma var alveg frábært,, vélargreyjið eiginlega tísti bara… :)<br><br>“Facts are stubborn things”