Hér eru myndir og upplýsingar um Mazda RX-8 en hún er nú næstum tilbúin fyrir framleiðslu.

http://rotarynews.com/

Útlitið hefur verið pússað til og verður hann ákaflega sérstakur í útliti. Innréttingarnar hafa breyst til batnaðar fyrir utan litina að mínu mati. Markmið um kraft og tog eru enn þau sömu - 250hö við 8500sn. hljómar vel í mínum eyrum.

Undirvagn RX-8 mun verða notaður fyrir næstu kynslóð MX-5 og RX-8 og í raun er þetta allt góð tíðindi nema ég sakna double-wishbone fjöðrunar að aftan en í staðin kemur multi-link.

Ég get ekki beðið eftir að fá að sjá þennan bíl á næsta (vonandi kemur hann þá en ekki 2003!) ári enda er þetta eitthvað mest spennandi bíll sem er í þróun sérstaklega ef þeir standa við $30000 dollara grunnverð í US.<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia