Hæ,

Ég keypti sjálfskiptan Skoda Octavia árg. 2002 á síðasta ári. Hef í rauninni ekki gert neitt, nema:
- Skipt um olíu þegar olíuljósið blikkar
- Fyllt á rúðupissið

Ég fór reyndar nýlega með hann í smurningu. Er að spá í að fara með hann í þjónustuskoðun á næsta ári útaf því að mér var bent á að það væri snyðugt að skiptast á að fara með hann í smurningu og þjónustuskoðun (smurning innifalin) á hverju ári.

Ég var að pæla.

Þarf ekki að tékka vökvann í sjálfskiptingunni og eitthvað fleira, stilla vélina og eitthvað svona dót reglulega?

Hvaða skoðanir mynduð þið framhvæma ef þetta væri ykkar bíll?

Kveðja,
Gunna
“True words are never spoken”