ég ætla rétt að vona að þú vitir betur en þetta
innspýting spýtir jú bensíninu beint inn í brunahólf vélarinnar í þunnum úða, en þangað fer líka loft sem inniheldur súrefni, þar blandast þetta allt bara saman í brunahólfinu og úr verður hreinni bruni þar sem betri blöndun fer fram með þessu móti og svo fer einnig minna bensín til spillis en með ónákvæmum blöndugum
en túrbínu er léttilega hægt að nota með blöndungi,hvernig ætlar þú annars að útskýra alla gömlu amerísku jálkana sem eru með supercharger/blower með skóp sem rís langar leiðir upp úr húddinu? þeir eru jú vel flestir með blöndunga. supercharger/blower gerir akkúrat það sama og túrbína, það er, blæs meira lofti inn á vélina, nema bara hvað að sc/blower er reimdrifinn en túrbínan er drifin af pústflæðinu sem kemur út úr vélinni
Bætt við 30. október 2007 - 20:41
ókei, gr33n var mér greinilega fyrri til, en þar mynnist hann líka á að bensíninu er oftast spýtt inn í sogreinina, sem er víst réttara en það sem ég sagði (þó það sé til það sem ég sagði líka:P)
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“