Sælir.
Af því að þið hérna eruð flestallir mun fróðari en ég um bíla og það sem þeim viðkemur þá langaði mig til að spyrja ykkur nokkurra sp. í sambandi við ljósabúnaðinn á bílnum mínum, Audi A6.
Í fyrsta lagi er ég með xenon kerfi í honum og langaði til að spyrja hvort það væri hægt að fá xenon kerfi og/eða xenon perur í þokuljós bílsins? Mér finnst svo ljótt þegar ég kveiki á þokuljósunum og sé litamuninn á þeim og aðalljósunum.
Í öðru lagi var ég að spá hvort hægt væri og einfaldlega hvort það MÆTTI skipta um gler í aðalljósbúnaðinum og setja einungis glært gler. Glerið á framljósunum er neflilega tvískipt (glært / appelsínugult) og ég var að spá hvort/hvernig ég gæti losnað við appelsínugula hlutann.
Sbr. mynd:
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/45/2004_Audi_A6_Quattro.jpg/739px-2004_Audi_A6_Quattro.jpg
Fyrirfram þakkir með von um góð svör.